29 september 2005

Rok og rigning í "sveitinni"

Mikið er nú notalegt að sitja hér og heyra vindinn gnauða fyrir utan. Hávaðarok hér í sveitinni - og ég sem hélt að hér væri alltaf bongoblíða.
Í dag fór ég til tannlæknis og þarf nú reyndar ekki að fara í neinar stjórviðgerðir en nokkuð viðhald er orðið nauðsynlegt. Þetta er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en hvað um það maður tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti.
SJER æfing var haldinn í dag sem tókst bara nokkuð vel strákarnir allir í fanta formi. Mikið gaman og tíminn allt of fljótur að líða.
Best að hætta þessu bulli nú og halda áfram að skrifa fundargerðir ef þetta á að klárast fyrir mánaðarmót.

28 september 2005

Heima - en nóg að gera

Það er einhver ansans lumbra í mér í dag þannig að ég fór ekki í vinnu í morgun.
Ég var að hugsa það eina sem maður skrifar í dag er nafnið sitt, annað pikkar maður á lyklaborð. Ég hef setið við síðustu kvöld og skrifað fundargerðir í bók og þetta er fjárans púl vinna. Svona er maður orðinn háður tækninni. Helmingi fljótari að pikka niður ritað mál heldur en að skrifa það með penna á blað. Þá vitið þið það.
Halaleikhópurinn er að fara í gang aftur eftir sumardvalan um það má lesa á Halablogginu vonandi gengur það allt vel. Ég hef ekki hugsað mér að vera með í vetur eins og sakir standa en það má vel vera að mér snúist hugur. Ég var að dunda við að uppfæra heimasíðu Halaleikhópsins áðan svo nú ættu upplýsingar á henni að vera nokkuð réttar og var kominn tími til segja eflaust sumir.
Það er best að fara að hætta þessu bulli og snúa sér að því að klára fundargerðarskrifin en þau þurfa að klárast fyrir mánaðarmót.

25 september 2005

Nenni varla út


Þetta er búinn að vera bara nokkuð notaleg helgi, ég þurfti reyndar að vera að vinna í gær en það gerð svo sem ekkert til. Við hjónakornin erum að fara út í smá verslunarleiðangur eins og mér finnst það gaman eða hitt þó heldur. Það á að fara kíkja á ýmsa nauðsynjahluti á baðið.
Skrapp út áðan og smellti einni mynd af Esjunni en við höfum alveg stórkostlegt útsýni hér.
Sigga er farinn að reka á eftir mér svo ég verð víst að hætta.
Við erum kominn aftur og það voru keypt handföng í sturtuklefan, motta á baðgólfið.

24 september 2005

Nýtt blogg

Ég er byrjaður að blogga hér mér fannst ég ekki fá þá þjónustu sem ég vildi þar sem ég var að blogga áður. Helst vildi ég geta flutt allt dótið yfir og á eflaust eftir að gera það.
Svo er önnur ástæða fyrir þessu líka en síðan var orðinn fljótandi í auglýsingum sem ég vil kannski ekki bendla nafn mitt við.

21 september 2005

Stundum langt að sækja

Þrátt fyrir að ég sé mjög ánægður þar sem við búum núna þá finnur maður töluvert fyrir því hvað munar miklu um fjarlægðir. Fór á fund í gærkvöldi og ferðalagið á fundinn fram og til baka tók uppundir klukkutíma. Hér áður fyrr hefði þetta tekið mig u.þ.b. 10 mínútur það munar um minna.
Talandi um þetta þá hefur þetta breytt all verulega því hvenær ég t.d. kem til vinnu legg nú af stað ekki seinna en 07:15 til að sleppa við umferðina. Með því að fara þetta snemma er ég u.þ.b. 15 mínútur í stað 30 þegar umferðin er sem mest.

20 september 2005

Að drukkna í verkefnum

Þrátt fyrir fögur fyrirheit að nú skuli fara að skrifa hérna reglulega þá tekst mér einhvern veginn ekki að standa við það. Líklega er það bara vegna þess að ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja. Eins og sagði í færslunni hérna á undan þá er allt fallið í sama farið. Þó eru undantekningar frá því, ég skrapp til Akureyrar á laugardaginn ásamt vinnufélaga mínum en við vorum með námskeið þarna fyrir norðan. Held að okkur hafi bara gengið vel alla vega var fólkið ánægt. Nú um næstu helgi hefði ég þurft að vera á Ísafirði en sökum þess hversu mikið er að gera í vinnu tel ég engar horfur á því að mér auðnist það, svo annar verður að fara í minn stað. Hvurn andsk.. er ég að vilja þangað þetta er nú bara fundur á vegum Kiwanishreyfingarinnar sem við höldum á hverju hausti fyrir vestan.
Sigga er þræl kvefuð og kemur varla upp nokkru hljóði þessa dagana en vonandi fer það nú skánandi.
Hvenær verður "bloggað" hér næst verður að koma í ljós ef eitthvað merkilegt gerist þá verður greint frá því hér.

12 september 2005

Stuttverk og síðugerð

Það hefur verið nóg að gera í dag svona eftir að maður drattaðist á fætur. Fyrst var haldið áfram þar sem frá var horfið í gær með smíði á nýrri Halasíðu og síðan var skundað á æfingu á stuttverkinu Streymi eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur. Það kom illilega í ljós að við leikararnir höfðum hver sína sýn á verkið og ræddum við það nokkuð, án þess að komast að endanlegri niðurstöðu. Hún kemur síðar vonandi.
Eftir að æfingunni lauk var haldið áfram að vinna í vefsíðunni og er hún nú tilbúinn á sömu vefslóð og var.

11 september 2005

Allt að falla í sama far

Þá er lífið farið að færast í eðlilegt horf eftir sumarfríið. Hef haft mikið að gera bæði hér heima og í vinnu. Ég var búinn að lofa því að birta ferðasöguna og er hún frágengin. Við Sigga erum að ég held búin að koma okkur endanlega fyrir meira að segja búin flytja skutlurnar okkar hingað og koma þeim fyrir í bílageymslunni. Mér varð hugsað til þess að þetta er í fyrsta skipti síðan 1979 að ég hef ekki þurft að slást um bílastæði heima hjá mér. Aðstaðan hér er öll til fyrirmyndar. Framundan er stofnun húsfélags en stofnfundur þess verður næstkomandi miðvikudag í Hlégarði. Það verður fróðlegt að sjá hvað út úr því kemur. Ætli ég verði ekki með kjaftinn uppi eins og alltaf eða þannig.

06 september 2005

Kominn heim aftur


Þá er maður kominn heim aftur eftir stórkostlegan túr til Þýskalands. Það verður að segjast eins og er að ferðin gekk hreint út sagt eins og í sögu. Hvað var ég svo að flækjast þarna úti? Þannig er að ÍFR og Bogensportabteilung MTV Dannenberg hafa nú sl. 10 ár átt með sér farsæla samfellt vináttu samband. Þetta hefur gefið félögum ÍFR kost á því að taka þátt í mótum og ýmsu öðru skemmtilegu þarna úti. Einnig hafa félagar MTV Dannenberg komið og heimsótt okkur. Nánari ferðasaga ásamt grein um samkiptasögu félaganna mun birtast á Íslenska bogfimivefnum fyrir næstu helgi.
Eins og ég hef kannski minnst á áður þá er Dannenberg bær sem stendur við ána Elbu, en þar skildi áður á milli austur og vestur Þýskalands, og er Dannenberg vestanmegin árinnar. Þarna kynntist maður góðu og hlýlegu fólki og næsta víst er að heimsóknir þangað eiga eftir að verða fleiri.