28 nóvember 2006

Fjárans fundir

Þetta verður nú meiri vikan. Fundir hvert einasta dag. Maður verður greinilega eins og jójó fram og til baka úr sveitinni í bæinn. Ætli maður geti ekki sjálfum sér um kennt engum öðrum. Við skuppum í bíó hjónakornin á laugardagskvöldið en það er hlutur sem við gerum allt of sjaldan. Ég sagði í gríni að ég hefði ekki farið í bíó í 20 ár eða svo. Reyndar eru það töluverðar ýkjur en ég þykist góður ef við förum einu sinni á ári.

23 nóvember 2006

Ekkert að gerast og þó

Það hefur ósköp fátt á dagana drifið síðan ég skrifaði hér síðast. Það er bara ekkert spennandi að gerast. Kannki er ég að bulla núna og þó ég er að bíða eftir merkilegri upptöku en það er leikritið Sambýlingar sem Leikfélag Húsavíkur sýndi árið 2005. Verkið fékk ég á videospólu en er að láta færa hana yfir á DVD disk. Diskurinn verður tilbúinn eftir helgina og ég hlakka mikið til að sjá verkið.
Í kvöld erum við Sigga að fara að sjá Þjóðarsálina í flutningi Einleikhússins vonandi stendur það undir væntingum.

16 nóvember 2006

Óveðursfundur í gær

Skrapp á fund í gær hjá Kiwanisklúbbnum Geysi sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir það að rokið við Kiwanishúsið í Mosó var þvílíkt að það hálfa væri nóg. Ragnar Gunnar var með mér og ég hélt að við kæmumst ekki lifandi út úr bílnum þó var ekki nema 5-6 metrar að dyrunum. En með góðra manna hjálp þá tókst þetta allt saman. Fundurinn var fínn og um hann má lesa á Geysisvefnum.

14 nóvember 2006

Upptekin maður

Maður er bara hættur að nenna að skrifa eitthvað hér. Síðustu dagana hef ég verið svo upptekin maður. Reyndar fékk ég slæmsku í bakið í fyrri viku og var ekki í vinnu fimmtudag og föstudag. Síðast liðin sunnudag var ég að keppa í árlegu Internetmóti ÍFR og MTV-Dannenberg og gekk bara þokkalega. Úrslit eru ekki alveg tilbúin ennþá en verða það eftir 1 - 2 daga. Hef verið í samskiptum við þá í Dannenberg við að ganga frá þeim [Úrslitunum].
Í dag fór ég uppá Hrafnistu og átti þar fund með yfirhjúkrunarfræðingi deildarinnar sem mamma er á og tengslafulltrúa. Vorum við þarna ég og Magga systir og ræddum við þau ásamt mömmu. Þetta var hinn ánægjulegasti fundur og skýrði ýmislegt. Ég var farinn að hálfskammast mín, en það var orðið svo langt síðan ég hafði séð gömlu, en hafði reyndar heyrt í henni í síma en það er ekki það sama.

04 nóvember 2006

Mót prófkjör og fl.

Það er orðið nokkuð síðan ég hef skrifað nokkuð hérna. Það er svosem ekki mikið nýtt að frétta, hlutirnir nokkuð þeir sömu dag eftir dag. Þessi helgi er nokkuð ásetin hjá mér en nú stendur yfir Reykjavíkurmótið í bogfimi og ég tók náttúrulega þátt í því ásamt því að undirbúa og skipuleggja það ásamt fleirum góðum mönnum. Mótið er hálfnað klárast (sunnudag). Niðurstaðan verður að sjálfssögðu birt á bogfimivefnum.
Ég kaus í prófkjöri í fyrsta skipti í dag, en gemsin minn hefur varla þagað fyrir prófkjörskvabbi. Aðallega hafa þetta verið SMS boð. Sagði við einhverja á kjörstað í dag að nú þyrfti maður að geta stillt símann á auto replay. "Búinn að kjósa hættið að bögga mig", en það er víst ekki hægt því miður. Mér sýnist á öllu að minn maður hafi ekki haft árangur sem erfiði. Bömmer!!!