29 nóvember 2005

Tekið á í sportinu

Um síðustu helgi tók maður vel á í sportinu æfingar báða dagana. Þeir eru farnir að tala um það félagarnir í boganum hver eigi eiginlega að verða næsti mótstjóri ef ég fer nú að keppa líka? Ekki ætla ég að hafa áhyggjur af því, ég keppi ef mig langar til.
Við settumst aðeins niður nafnarnir í boganum og að hans ráði þá voru græjurnar aðeins "tjúnaðar" til. Það var eins og við mannin mælt að árangurinn lét ekki á sér standa. Nú er ég loksins að verða sáttur við nýju græjuna. Enda eins gott, það lá við að ég fleygði öllu "draslinu" um daginn. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta skiptir miklu máli að hafa dótið í lagi.
Annars hefur þetta verið rólegheita vika, tveir fundir framundan á morgun og þar af annar pólitískur (hvar skildi það nú vera?). Já nú á að fara að skipta sér af pólitíkinni hér í sveitinni.

25 nóvember 2005

Ekkert að gerast? Eða hvað

Nú er bara ekkert að gerast til að segja frá. Dagarnir hafa verið hver öðrum líkir. Sama rútínan dag hvern. Þó eru tveir ljósir punktar í þessu öllu saman síðutu tvær vikurnar, en það eru SJER æfingarnar, þær hafa hepnast svo makalaust vel. Einbeitum okkur að því að bæta lögum inn á prógrammið og víða leitað fanga. Strákarnir hafa verið í fanta stuði. Þegar svona vel gengur er gaman að lifa.
Það voru smiðir hjá okkur í vikunni að ganga frá smáverkum sem voru ófrágengin, snúa hurð og ýmislegt annað smálegt sem hafði gleymst (svona er að vera með sérþarfir), þetta voru þó allt hlutir sem beðið hafði verið um löngu áður en við fluttum inn.

21 nóvember 2005

Góð helgi

Þetta var góð og notaleg helgi. Ég var að dæma á Reykjavíkurmóti í bogfimi núna um helgina og gekk mótið vel fyrir sig. Hins vegar hefðu þátttakendur mátt vera fleiri.
Á laugardagskvöld fórum við hjónakornin í fimmtugsafmæli og það var ekki langt að fara. Það var virkilega notalegt í góðra vina hópi.
Var að lesa í Morgunblaðinu að það hefðu orðið læti í Dannenberg, þar sem umhverfisverndarsinnar vour að mótmæla flutningi karnorkuúrgangs. Þegar ég var þarna í sumar þá var þetta mikið hitamál á svæðinu og nær allir sem maður ræddi við voru algjörlega mótfallnir þessum flutningum þarna í gegn.

18 nóvember 2005

Jibbí, ég þarf ekki að vinna á morgun

Nú er ástæða til að fagna, ég þarf ekki að vinna á morgun. Fyrsta skipti í langan tíma sem maður er ekki að vinna á laugardegi. Það er nú samt ekki svo að maður geti bara legið í leti á morgun, ó nei. Opið Reykjavíkurmót í bogfimi verður á morgun og sunnudag. Ég hef að venju tekið að mér að vera mótstjóri og dómari.
Eftir að mótinu líkur þá ætla ég að samgleðjast með góðum vini mínum á merkum tímamótum í ævi hanns. Ó já, svo mörg voru þau orð.

15 nóvember 2005

Einn hundþreyttur

Hvað get ég haft til málanna að leggja núna? Svei mér þá ég veit það ekki, dagarnir eru hverjir öðrum líkir það vita allir hvað ég á við.
Það fór aldrei svo að maður fengi ekki loksins vetur, svona eins og þeir eiga að vera. Þeir eru ekki mikið að hafa fyrir því að moka eða salta hér í sveitinni. Gatan hérna er svo flughál núna að það hálfa væri nóg. Maður er greinilega allt of góðu vanur, alla vega meðan ég var í Reykjavíkinni þá var þetta aldrei vandamál, enda strætógötur sem við bjuggum við.
Ég var að koma af æfingu áðan og orðið nokkuð langt síðan ég hef getað skotið nokkuð. Það lá við að ég henti öllu helv... draslinu svo illa gekk mér. Það þýðir bara ekkert að hugsa svona, þetta kemur allt með æfingunni. Það gerist víst ekkert af sjálfu sér. Það þýðir ekki heldur að vera eitthvað fúll þó árangurinn sé ekki alveg í topp eftir að vera búinn að vinna fullan vinnudag og vel það, og fara síðan beint á æfingu. Ó, nei.
Ég var einmitt að hugsa hvort ég ætti að fara þar sem ég væri ekki vel upplagður? Jú, ég lét mig hafa það annars næst enginn árangur. Þar hafið þið það.

09 nóvember 2005

Annasamur dagur

Þetta er búinn að vera annasamur dagur.
  1. Byrjaði með því að fara til tannlæknis í morgun
  2. Erindast fyrir húsfélagið hérna.
  3. Í vinnuna (það verður að gera það líka)
  4. Endaði svo á fundi hjá ÍF en þar voru allar nefndir sambandsins samankomnar.
Á svona dögum er eins gott að draga andan djúpt ef maður á ekki að fara á límingunum. Það verður helst að gera allt í einu. Ég er í meðferð hjá tannlækni nú á að hressa upp á karlinn svo að hann eigi nú ekki á hættu að missa allar geiflurnar. Ég er náttúrulega helv... skræfa, já það er alveg satt ég viðurkenni það alveg. Fer ekki til tannlæknis/læknis fyrr en allt er komið í óefni. Nema það er búið að taka 1/4 af því sem þarf að gera, og þetta var lítið mál.
Í gær var ég kosin í bogfiminefnd ÍFR og tók að mér að verða ritari hennar, það er mikið starf framundan og erum við ákveðnir í að rífa þetta upp og finnum það að hópurinn stendur á bak við okkur. Það eru nokkur mál sem bíða úrlausnar og vonandi tekst okkur að koma þeim á góðan rekspöl sem fyrst.
Einnig tók ég mér aftur sæti í bogfiminefnd ÍF en ég hafði sagt mig úr henni fyrir nokkrum árum vegna þess að ég var ósáttur við vinnubrögð hennar.
Ég hef engin viðbrögð fengið við tilmælum mínum hér í síðasta innleggi, þið vitið til hverrar. Hún er kannski bara hætt að lesa bullið í mér.

05 nóvember 2005

Allt er til á netinu

Það er með ólíkindum hvað menn geta grafið upp á netinu nú um daginn var ég að lesa bloggsíðu sem ég les nokkuð oft "Um tilgangsleysi allra hluta" og þar var spurt hvort enginn hefði reynt að hafa uppá mann garminum sem heimtaði sætið af Rósu Parks hér um árið í strætónum í Montgomery Alabama. Það stóð ekki á svari "minningargrein" í Guardian hafði birst um þennan mann sem olli í raun straumhvörfum ásamt Rósu.
Það er gaman að þessu, og stundum kemur það sem maður getur fundið á netinu manni algjörlega á óvart.
Annars var ég að koma úr vinnu og er á leið á haustfagnað Sjálfsbjargar og ÍFR sem halda á í kvöld.
Ég var að lesa póst frá henni Laufeyju systur minni og ég skora á hana að fara að blogga og þau hin reyndar líka. Við erum svo dreifð um landið. Hún var bara að segja fréttir af sér og sínum.

02 nóvember 2005

Allt er gott sem endar vel

Hvað var ég að skrifa um hérna síðast, jú ég var að deyja úr leti, nennti ekki neinu. Þessi vika hefur verið ósköp venjuleg fátt sem brotið hefur hana upp. Skrapp reyndar niðrí Íþróttahús í gær þóttist ætla að skjóta en ekkert varð úr því endaði með að horfa á leik Chelsea og Real Betis hálf leiðinlegur leikur það, ó já.
Í dag var mætt snemma til vinnu, en endaði svo kvöldið með því að fara á fund hjá Kiwanisklúbbnum hér í sveitinni og var það hin besta skemmtun. Þeir voru með góðan fyrirlesara og varð maður margs fróðari. Hitt er svo líka að þetta eru bara svo skemmitlegir strákar.
Eins þeir vita sem hafa rambað hér inn á síðuna þá fór ég með nokkrum Geysisfélögum til Færeyja um daginn og enginn þeirra var til í að segja ferðasöguna í kvöld á fundinum, það endaði með því að ég gerði það. Reyndar kom svo einn góður úr hópnum sem fór út og kryddaði hana betur eftir mína frásögn. Förum ekki nánar útí það hér.