30 október 2005

Náðug helgi

Þetta er búinn að vera náðug helgi. Reyndar var ég aðeins í vinnu í gær, en það var það stuttur tími að það tekur því varla að minnast á það. Eiginlega hefur ekkert gerst merkilegt svo maður hefur ekki frá mörgu að segja. Held að ég sé að þessu fyrst og fremst til að drepa tímann, heyri í Siggu þar sem hún talar í símann inni í stofu. Það er aldeilis að hún getur malað. Ekki get ég malað svona mikið í símann, reyndar hefur mér alltaf leiðst að tala í síma, en þarf þó að vera að þessu meira og minna allan daginn. Af hverju í andsk...... er maður að láta hafa sig útí svona vitleysu. Jú maður verður að hafa í sig og á er það ekki?
Það er best að fara að hætta þessu núna og fara að gera eitthvað þarfara. Kannski ætti maður bara að vera latur og leggja sig er það ekki bara lang best? Æi, jú ég held það - meira seinna þegar ég nenni.

28 október 2005

Veturinn kominn

Nú veit ég að það er kominn vetur. Hann er kominn þegar ég fæ tilfinninguna fyrir því að nenna alls ekki á fætur. Lít út og það er skítaveður úti eins og var í morgun. Mig langaði mest til að breiða sængina uppfyrir haus og halda áfram að sofa.
Það var nokkuð hált í morgun en ég var snemma á ferðinni. Umferðin ofan að silaðist áfram en allir komust klakklaust hingað í bæinn. Ég held að allir Mosfellingar hafi svei mér þá verið snemma á ferðinni í morgun. Vinnufélgi minn einn sem býr uppá Kjalarnesi sagðist aldrei hafa verið jafn lengi í vinnuna. Hvernig skildi manni ganga heim í föstudagsumferðinni á eftir?
Mér gekk nú bara nokkuð vel heim aftur, þó veðrið væri mun verra en um morgunin. Ferðin tók samt u.þ.b. 45 mínútur. Dolli mágur slapp ómeiddur frá því að fjúka útaf á Kjalarnesinu en hann ekur strætó þangað, sem betur fer var hann einn í bílnum.

26 október 2005

Erfiður dagur


Dagurinn í dag er ekki sá skemmtilegasti sem ég hef lifað. Við Sigga fórum í jarðaför en það var verið að jarða móðursystur hennar (Guðrúnu Fanney Óskarsdóttur), sem lést þann 16 október sl. eftir langa legu.
Það hefur ýmislegt setið á hakanum, sem ég hefði þurft að vera búinn að strax eftir helgi, en það gafst bara enginn tími til þess fyrr en í dag.

24 október 2005

Kominn heim


Vitiði hvað það er andsk.... erfitt að skrifa á íslensku á lyklaborð sem ekki er gert fyrir ástkæra ylhýra. Það er fjandi flókið. Í dag tókum við ferðafélagarnir þessu rólega, fór snemma í morgun og náði í myndina sem ég hafði keypt, ekkert mál að ná í peninga í Føryjabanka. Það gekk glatt. Síðan var dagurinn tekinn rólega en við fórum tímalega út í Vaagar á flugvöllinn. Heim komum við svo eftir rúmlega klukkutíma flug heildu og höldnu.

23 október 2005

Annar dagur í Føroyjum


Þetta er búinn að vera fínn dagur. Legið í leti og gert ekki neitt. Í morgun fór ég niðrá bryggju og tók nokkrar myndir. Fínar myndir, talandi um myndir þá keypti ég málverk hér í Føroyjum, ekki segja Siggu, kem með það heim á morgun.
Ferðafélagin minn Óli segir vegna áverka minna, sem ég get ekki leynt, að hér hafi ég slegið mann og annan.
Ég ber þess merki að hafa komist í kynni við móðir Føroyjar, þar sem ég elska kvinnfólk heitar en mannfólk (ekki hommi alla vega ekki kominn úr skápnum enná), tók ég ástfóstri við hana á harðari veginn. (þeir skilja sem til þekkja).
Látum nú bulli lokið í bili, en samt mun eg ganga í kveld í dansur og máski fleira?? Øngji dansur bara ljuft samtal með góðu fólki.
Ég og góðvinur minn Óli "píp" vorum boðnir í veislu í kvøld hjá yndislegu fólki (Ernst og Maria Samoelsen) fín veisla sem við minnumst lengi.
Þó að þau minnist þess að hafa þurft þess að pilla rækju ofaní undirritaðam lengi fram eftir kvøldi, þá endaði kvøldið í faðmi fjølskyldu þeirra með barnabørnum á hreynt yndislegan hátt.

Þúsund þakkir til ykkar allra ég kem aftur fyrr en síðar með minni "kellu".

22 október 2005

Fyrsti dagurinn í Føroyjum



Vaknaði upp úr ég veit ekki hverju. Byrjar þá fyrsti dagurinn svona. Ekki líst mér á ástandið á kallinum. Vinstri lúkan kramboleruð sprungin vør og ég veit ekki hvað. Best að fara að drífa sig út í gøngutúr og hafa ekki áhyggjur af þessu.
Meira seinna í dag.
Við vorum sóttir um fjøgur leitið nú skildi halda til veislu. Ekið var sem leið lá með okkur út í Fuglafjørð.
Nú kann einhver að spyrja hvaða var verið að fara, jú í stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbunum í Færeyjum. Þetta varð mikil veisla, mikið sungið og gamann.
Að veislu lokinni var haldið til Gøtu þar sem stansað var stutt við, í félagsheimili Eysturøyja klúbbsins. Undir miðnætti kom "langferðabíll" (ekki rúta) og sótti okkur og ók okkur til Tórshavn.

20 október 2005

Skemmtileg helgi framundan

Nú gerast hlutirnir hratt. Í gær fór ég á fund hjá Geysi og útkoman úr þeirri heimsókn er sú að ég er að fara til Færeyja á morgun. Það verð ég ásamt nokkrum félögum úr Geysi og einhverjum fleirum sem ég eflaust þekki líka en veit bara ekki enn hverjir verða. Það er allt útlit fyrir skemmtilega helgi framundan með dansur og allt heila klabbið. Meira síðar þegar ég kem á mánudaginn.
Kærar heilsur

18 október 2005

Í nógu að snúast


Það er búið að vera í nógu að snúast í dag fyrir utan það að vera að vinna. Við systkinin (ég og Magga) gengum frá ásamt mömmu umsókn um vistunarmat fyrir "gömlu" og verður því skilað inn á morgun. Við sendum beiðni um slíkt í gær og í morgun var hringt í mig og ég beðinn um að ganga frá umsókn ef ég gæti. Þetta er semsagt komið á rekspöl.
Í gær var var sett upp öryggiskerfi hér hjá okkur og er það nú þegar búið að bögga okkur tvisvar með þvílíkum hávaða að ég held að ég hafi misst næstum heyrnina. Þetta eru víst mjög algeng mistök hjá fólki svona í byrjun og er það einfaldlega röng notkun sem veldur þessu. En sem sagt þjófarnir í sveitinni, ef einhverjir eru mega vara sig.
Ég var að koma af bogfimiæfingu en ég var eitthvað að tala um það að ég hefði varla notað nýja bogann, sem ég keypti úti um daginn. Árangurinn var heldur ekki til að hrópa húrra yfir. Gildir þá ekki bara "praktis macht perfect". Djö.... er maður að verða góður í þýsku; Á meðfylgjandi mynd sést ég undirbúa fyrsta skotið af þeim nýja.

16 október 2005

Fyrsta leiksýningin í vetur

Eins og minnst var á í gær þá var farið í leikhús í dag. Við fórum að sjá Klaufa og kóngsdætur, sýningin var stórskemmtileg en skemmtilegast af öllu var held ég að fylgjast með börnunum. Það var yndislegt að sjá viðbrögð þeirra við sýningunni. Það er helst að maður sjái barnafólkið í fjölkyldum okkar við svona tækifæri, alla vega hittum við tvennt þarna sem við þekktum og börnin skemmtu sér vel. Ég var eitthvað að tala um það að við ætluðum að vera dugleg við að fara í leikhús í vetur enda sýnist mér úrvalið vera nóg. Nú er bara að standa við stóru orðin og drífa sig í að panta miða á næstu sýningu.
Þetta búinn að vera fínn dagur, við fengum reyndar sorgarfrétt rétt áðan en meira um það síðar, kannski.

15 október 2005

Nýkominn úr göngutúr


Það er orðið ansi langt síðan hér hefur eitthvað verið skrifað. Ég hef bara haft svo fjári mikið að gera að þetta hefur alveg setið á hakanum. Lífið og tilveran hér er bara vinna, éta sofa eða þannig. Þó hefur hitt og þetta gerst. Mamma og Magga (systir) komu hér sl. miðvikudagskvöld og sátum við hér og ræddum málin. Það var ósköp notalegt.
Ég fékk mér ágætis göngutúr hér áðan í rigningunni, og naut þess að fá góða hreyfingu. Þetta er eitthvað sem maður gerir allt of lítið af, þarf að vera duglegri við þetta. Þetta er náttúrulega lang besta aðferðin við að skoða bæinn.
Ýmsir hafa verið að spyrja hvernig Sigga hafi það - hún hefur það fínt. Löngu búinn að jafna sig frá því þarna um daginn. Þetta er bara svona ástand sem kemur og fer.
Við erum að fara í leikhús á morgun ætlum að sjá Klaufa og kóngsdætur held að það verði hin besta skemmtun. Það er á stefnuskránni að vera svolítið duglegur við að fara í leikhús þennan veturinn.

04 október 2005

Veikindi heima hjá mér

Í nótt var ég vakinn upp, Sigga var orðinn veik. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist en það er orðið nokkuð langt síðan. Henni leið bara virkilega illa. Maður ætti að vera farinn að þekkja þetta eftir rúmlega 26 ára hjónaband. Það tók mig nokkuð langan tíma að ná henni rólegri aftur og ákvað ég að vera heima hjá "kellu" minni í dag.
Við höfum tekið þessu rólega í dag enda best þegar svona er ástatt. Þetta stendur aldrei lengi sem betur fer og ekkert til að hafa áhyggjur af.
Ég fer væntanlega ekki á æfingu í kvöld hef bara varla náð að nota nýju græjuna sem ég keypti úti í Þýskalandi. Það stendur væntanlega til bóta.

02 október 2005

Einn að deyja úr leti

Skrallið í gær var alveg ágætt við fórum ekki mjög seint heim, um sjálf stjórnarskiptin ætla ég ekki að fjalla hér en þau voru nokkuð hefðbundin.
Það er í mér einhver leiði, ég hef mig ekki í að gera eitt eða neitt, nenni engu. Kannski ég ætti að drífa mig út og sjá hvort ég hressist ekki - en æi, ég nenni því ekki, hundleiðinlegt veður eða þannig. Það er alltaf hægt að finna ástæðu fyrir því að gera ekki neitt.
Fjandakornið ég held að ég verði að fara að taka mér ærlegt tak og gera eitthvað í þessari deifð, best að drífa sig út ég bulla eitthvað meira síðar.

01 október 2005

Stóð ekki við fyrirheitin

Mikið var maður latur í gær þegar ég kom heim úr vinnu, ég nennti bara alls ekki að gera neitt og fór að sofa löngu fyrir miðnætti. Já ég veit að enginn trúir því sem að þekkir til , en svona er þetta bara. Öll fögru fyrirheitin um að gera hitt og þetta sem átti að gera ruku út í loftið.
Það var hálfgerð martröð að komast heim úr vinnu í gær. Umferðin var með því versta sem ég hef séð lengi, reyndar hafði orðið slys í Ártúnsbrekkunni sem tafði umferð. Annars er maður orðinn nokkuð glúrinn að finna "rétta" tímann til að fara á milli svo ferðinn taki ekki of langan tíma.
Í kvöld verða stjórnarskipti hjá okkur í Kiwanisklúbbnum Esju og yfirgef ég stjórnina og má segja að ég sé hálf feginn en ég er búinn að vera viðloðandi stjórnarstörf mjög lengi. Nú verður maður bara óbreyttur og ætla ég mér að njóta þess. Þarna verður mikið húllum hæ í kvöld dansleikur og alles að manni skilst. Vonandi að allir skemmti sér vel.