19 ágúst 2005

Er að fara í fríið

Var ég ekki að bulla eitthvað um veikindi hér síðast. Þau eru sem betur fer búinn. Reyndar er ég með einhverja slæmsku í hægra hné, þannig að ég geng við tvær hækjur núna. Hún systir mín sagði hér á blogginu "drífðu þig til læknis", ég er búinn að því og ekkert á því að græða nema verkjalyf. Já ég skrölti sem sagt um á fjórum. Ég læt það ekkert stoppa mig, fer út til Þýskalands í fyrramálið og verð burtu í hálfan mánuð.
Allar horfur eru því á að ekkert verði bloggað á næstunni, nema ég komist í tölvu þarna úti þá gæti það vel verið að ég geri það.
Það var búið að skrifa um þessa ferð hér áður þannig að ég er ekkert að tyggja það upp aftur. Næsti hálfi mánuður verður notaður í algjöra afslöppun - ekki hugsað um neitt nema sjálfan sig (andsk... sjálfelska er þetta).

10 ágúst 2005

Þrálát veikindi

Það er orðið langt síðan hér hefur verið skrifað og er ástæðan einföld - veikindi. Já þessi andsk... er orðinn annsi þrálátur. Fyrst fékk ég eitthvert það versta kvef sem ég hef fengið lengi. Þegar ég var rétt skriðin úr því þá fékk ég hálsbólgu nokkuð sem ég hef ekki fengið frá því að ég var barn. Ekki er ég orðin góður af henni enn og mun ekki hætta á neitt fyrr en ég hef verið amk. hitalaus í tvo daga.
Já svona er ástandið á mér.
Því hefur ekki verið mikil ástæða til skrifta.
» 3 hafa sagt sína skoðun