26 febrúar 2005

Handlangari

Maður er nú hálf þreyttur eftir daginn búinn að vera brasa með "Lýsingnum" í dag var handlangari hjá honum. Þeir skilja þetta sem þekkja til.
Hinir mega halda að ég sé orðin galinn.

Góð kvöldstund í Halanum

Það hafði verið ákveðið að hafa partí í Halanum í kvöld og ég skrapp þangað. Ég fór að hugsa hvernig í fjandanum ætti ég að fara. Sigga ekki heima, en ég búinn að skála við mömmu í koníaki, og systur mínar allar segjandi þeim tíðindin, þ.e. að ég væri að flytja á næstu mánuðum. "Fjandinn hafi það drengur þú ferð ekki að keyra", hugsaði ég, eða taka leigubíl þetta stutta leið niðrí Hátún 12
Allt í einu mundi ég að skutlan hennar Siggu var ónotuð niðrí kjallara. Mér væri óhætt að stela henni þar sem kella mín væri ekki heima. Það er skemmst frá því að segja að ég fór á skutluni í partíið og skemmti mér hið besta. Hjólastóllinn hennar Hönnu bilaði svo ég lánaði henni skutluna, á meðan strákarnir gerðu við. Ég held að Hanna sé búinn að fá forsmekkin að því hvernig er að vera á svona græju og vonandi áttu "dúllan" mín eftir að fá þér skutlu. Allt annað líf.

25 febrúar 2005

Góðar fréttir

Okey ég held að ég sé búinn að ná því hvenær best er að segja sem minnst. Ekki orð um það meir.
Hins vegar get ég greint frá því hér að nú liggur ljóst fyrir að ég og mín ektakvinna gerumst sveitavargar. Hugsið ykkur við stækkum húsnæðið um helming. Það held ég að verði rúmt um mann eða þannig. Þeir vita sem til þekkja.
Ætli sé nokkuð vert að vera að bulla meira í bili ég er varla búinn að ná uppí þetta enþá.

24 febrúar 2005

Vonbrigði - og þó

Ég varð fyrir vonbrigðum með rennslið á Kirsuberjagarðinum í gær. Vonandi tekst betur til um helgina en þá ætla ég mér að skoða aftur.
SJER æfingin í gær tókst aftur á móti mjög vel og erum við félagarnir alltaf að ná að spila okkur betur saman þar voru hvergi hnökrar.
Ekkert nýtt er að frétta af húsnæðismálum. Engar fréttir eru góðar fréttir.
Eitthvað fannst félögum mínum ég hafa verið harður í gagnrýni minni ár rennslið í gær, þetta var alla vega mín skoðun. Ég sá seinni partinn svo aftur í dag og líkaði mun betur. Mér fannst vera fínir sprettir í þessu - og það er tími enn - ekki örvænta krakkar. Það verður flott frumsýning. Þetta er erfitt verk það veit ég ósköp vel, þið standið ykkur eins og alltaf.

23 febrúar 2005

Ekkert nýtt

Ekkert nýtt að frétta, var ekki einhver sem sagði engar fréttir eru góðar fréttir.
Ég ætla mér að kíkja á rennsli á Kirsuberjagarðinum hjá Halaleikhópnum í kvöld, fróðlegt að sjá hvað þau eru kominn langt. Væntanlega leggst ég í ljósapælingar ásamt ónefndum manni ættuðum úr Mjóafirði, ekki orð um það meir.
Hefðbundin SJER æfing seinnipart dag væntanlega

21 febrúar 2005

Aftur farið í sveitina

Í gær fórum við og heimsóttum mömmu, og sýndum henni teikningar af húsnæðinu sem við erum að spá í og hún varð afskaplega hrifin af því sem hún þá.
Þær skruppu aftur uppeftir að skoða í Tröllateignum Sigga og Ninna í dag þær tóku mömmu gömlu með [mömmu mína], en hún var orðin svo forvitin að fá að skoða líka.
Hjá mér var þetta bara venjulegur dagur í vinnunni.

20 febrúar 2005

Góður dagur - ferð í sveitina + árshátíð

Við fórum að skoða sýningaríbúð í gær uppi í Tröllateigi og er skemmst frá því að segja að við urðum afskaplega hrifin. Sigga hreinlega sveif út hún varð svo hrifin.
Hvað gerðum við svo meira jú, við vorum á árhátíð SBH í gær og hún var ágæt, skemmtum okkur ágætlega innan um góða vini og kunningja. Sigga sagði reyndar að ég hefði orðið fullur sel það ekki dýrara en ég keypti.

18 febrúar 2005

Ekkert að frétta af stórmálinu

Það er ekkert að frétta af húsnæðiskaupum, það hlítur að skýrast fljótlega eftir helgina. Ég má til að skamma "tengdó" smá, en ég var búinn að ákveða að sumir mættu ekki frétta af þessu strax, en hún er búinn að kjafta frá skamm, skamm "tengdó".
Fyrst að búið er að blaðra þessu þá er eins gott að láta það flakka en við gerðum tilboð í íbúð að Tröllateigi 20 í Mosfellsbæ. Við erum hugsanlega að verða sveitavargar. Ekki móðgast Hanna.

17 febrúar 2005

Rúllar áfram - vonandi í rétta átt

Sótti um húsnæðislán í dag gekk frá greiðslumati og þess háttar veseni allt rafrænt naut góðrar aðstoðar við verkið, því betur sjá augu en auga. Takk Kalli - hver er þessi Kalli ? spyrja eflaust sumir það er bara góður vinur okkar og frændi Siggu. Þá vitið þið það. Nú er bara að bíða eftir niðurstöðunni. Það er ekki laust við að það sé kominn smá fiðringur í mann þrátt fyrir að það sé ekkert gefið eða víst í stöðunni. Fyrri utan að það eru nokkrir mánuðir í það að það verði flutt ef af verður. Það verður ekki farið að hreyfa við neinu hér fyrr en allt er komið á hreint hvað verður.

16 febrúar 2005

Byrjaður að rúlla

Þá er boltinn byrjaður að rúlla - ekki handboltinn eða fótboltinn heldur íbúðakaupabotinn málin eru kominn á fullan snúning skýrist betur innan viku.

15 febrúar 2005

Hugsanlegar breytingar

Það er nú svo að nú er maður lagstur í miklar pælingar og gætu orðið verulegar breytingar hjá okkur hjónakornunum á næstu mánuðum ef af verður. Já við erum að pæla í að selja og flytja í hentugra húsnæði. Það er helst til þröngt um okkur eins og er. Hvort af þessu verður það er svo annað mál en það sakar ekki að skoða málin og athuga hvort einhver grundvöllur er fyrir þessu brölti öllu saman. Kannski hefur maður ekki þorað að láta á það reyna.
Hvar og hvenær verður gefið upp síðar ef málin þróast á réttan veg.

12 febrúar 2005

Þorroblót og leti

Það var haldið mini þorrablót hjá CP félaginu í gær og var það hin skemmtilegasta samkoma. Deginum í dag hefur verið eytt í algjöra leti og ekki frá neinu markverðu að segja.

11 febrúar 2005

Framhald frá því í gær

Jæja, þá er það komið í ljós að það var ekkert alvarlegt að Siggu, hún er reyndar ekki kominn heim þegar þetta er skrifað. Hún hringdi í mig í morgun kl. 10:30 og sagði að ég mætti sækja sig og ég fór. Þegar upp á spítala var komið þá sagði hún mér að hún þyrfti aðeins að bíða eftir niðurstöðu úr blóðprufu, og við biðum og biðum og biðum. Loksins kom niðurstaðan. Þá var það sneiðmyndataka á lungum - ég kominn í vinnuna aftur og bíð eftir því að Sigga hringi aftur og biðji mig um að sækja sig eða þannig. Nánari fréttir síðar.
Sigga hringdi loksins um fjögur leitið og ég sótti hana um það bil háfltíma síðar. Hún var ósköp feginn að komast loks heim. Nánari skoðun hjá lungnasérfræðingi nk. miðvikudag. Annars eins og ég sagði ekkert fannst að.

10 febrúar 2005

Einn ekkert voða kátur

Nú er ég ekki kátur, ég kom heim um fimm leitið í dag og lagði mig var svolítið þreyttur eftir daginn, skrapp svo niðrí Hala þurfti að sinna þar erindi og svo var meiningin að skreppa vestur á Nes í heimsókn til Ness (Kiwanisklúbburinn á Nesinu) en ég kom heim á milli. Ég er búinn að vera stutt heima þegar Sigga sprettur upp úr sófanum og eins og hún nái ekki andanum, hún æddi út í svalardyr en það bætti ekki neitt. Það var úr eftir að hún hafði rætt við múttu sína að ég færi með hana strax eins og ég hafði alltaf ætlað upp á bráðamóttöku. Þetta leit út fyrir að vera eitthvað út frá hjartanu. Það er búið að skoða og mæla hátt og lágt, en hún verður á spítalanum í nótt og fer hugsanlega í lungnamyndatöku í fyrramálið. Hjartað virðist vera í fínu lagi.
Það var heppni að ég skildi vera heima því að "tengdó" var nefnilega bílllaus en við tókum hana að sjálfssögðu með, annað kom ekki til greina frá þeirra beggja hálfu eða þannig. Vonandi verður þetta ekki neitt alvarlegt.

09 febrúar 2005

Undarleg líðan

Það er búinn að vera einhver andsk.. "lumbra" í mér síðan í fyrradag en vonandi er það að verða búið. Ég var heima í gær en er kominn til vinnu aftur. Hvort maður getur gert eitthvað að gagni er svo annað mál.

07 febrúar 2005

Nóg að gera þessa helgi

Var mættur til vinnu um kl. 10:00 á laugardagsmorgun og var alveg fram undir kl. 16:00 Þá var tekið sig til og farið að skvera sig fyrir þorrablót sem haldið var á vegum Sjálfsbjargar félags fatlaðra á hofuðborgarsvæðinu. Þar spiluðum við SJER félagar fyrir dansi og tókst bara bærilega að ég held.
Til stóð að fara að vinna á sunnudag einnig en sem betur fer losnaði ég við það. Sunnudeginum var eytt í rólegheitum reyndar kíkti ég á æfingu hjá Halaleikhópnum og hafði gaman af. Til stóð að fara í leikhús um kvöldið en við frestuðum því um viku.

04 febrúar 2005

Í letistuði

Hvur andsk.... er þetta orðið með kallinn, nú samkjaftar hann ekki hér á síðunni. Annað hvort heyrist ekki í honum dögum saman eða hann blaðrar út í eitt. Það er nú bara einu sinni þannig að ég nenni ekki að gera neitt og alveg eins gott að bulla hér eitthvað eins og að sitja aðgerðarlaus. Ég var að yfirfara síðuna hér áðan og sá að ég hafði gleymt að setja tengil inn á einn stór vin minn það var nú ekki meiningin.
Það er víst meiningin að vinna á morgun það er mikið að gera á stórum vinnustað og svo er bara að gera sig kláran fyrir þorrablótið annað kvöld. Eins gott að liðka fingurnar vel svo maður verði nothæfur í spilamennsku. Ég er hér að hlusta á nýju Stuðmannaplötuna og svei mér þá ef gestasöngvarinn "Raggi Bjarna" er bara ekki bestur - segi bara svona. Nóg af bulli í bili meira síðar.

03 febrúar 2005

Skrýtinn dagur

Þetta er búið að vera undarlegur dagur. Það er eins og allt gangi á afturfótunum og ekkert sé í lagi. Þegar svona gerist verð ég eitthvað svo andsk... pirraður, og það smitar út frá sér. Ég ætla bara rétt að vona að seinni helmingur dagsins verði eitthvað skárri.
Lagast þetta þetta ekki einfaldlega með jákvæðu hugarfari, ég segi bara svona.
Það verður fundur í Esjunni í kvöld og mér var falið að hafa samband við klúbb norður í landi uppá það að við kæmum í heimsókn í kringum páskana. Fátt er ennþá um svör frá þeim en ég á von á að heyra meira í kvöld svo ég geti tjáð félögum mínum eitthvað nánar um þetta. Ekki gat ég tjáð félögum mínum neitt um norðurfer að svo stöddu en það kemur fljótlega að því. Hins vegar varð þetta mjög góður fundur hjá okkur og hin ýmsu mál rædd til hlítar.

02 febrúar 2005

Aldrei neitt að marka þennan gauk

Það er aldrei neitt að marka það sem maður segir, blaðraði heil ósköp um það hér fyrir nokkuð löngu síðan að hér skildi sko "bloggað" á hverjum degi. Það sést eða hitt þó heldur, síðasta færsla orðin viku gömul eða þannig. Ástæðan er einföld, það er ekki frá miklu að segja, alla vega ekki til að bera á torg hér. Dagarnir eru hverjum öðrum líkir og allt í föstum skorðum. Þó er hægt að greina frá því, að við SJER félagar spilum á þorrablóti núna um næstu helgi og allar horfur á að svo verði einnig helgina þar á eftir. Það er semsagt nóg að gera í spilamennskunni.

Undirbúningur undir leiksýningu Halaleikhópsins á Kirsuberjagarðinum gengur vel en nú er hópurinn á kafi í að ganga frá leikmynd og þvíum líku. Ég er að spá í að fara að sjá Memento mori hjá LK um helgina og hlakka til.