20 desember 2006

Afmælisveisla


Þegar ég kom heim úr vinnu á föstudagskvöld þá fann ég fyrir slæmsku í hálsi og höfuðverk hafði ég verið með allan daginn. Átti ekki von á öðru en að ég myndi hrista þetta af mér. Daginn eftir fór ég í að setja upp 100 peru seríu hér á svalaganginn til að skreyta fyrir afmælið. Þetta átti greynilega eftir að koma mér í koll.
Afmælisveisla Siggu tókst með eindæmum vel, en ég var kominn með bullandi hita og heiftarlegt kvef, en reyndi þó að setja upp spariandlitið. Hef legið í bælinu síðan svona fór um sjóferð þá. Til hamingju með afmælið Sigga mín.

16 desember 2006

Mikið að gera

Það er orðið ansi langt síðan hér hefur verið skrifað. Desember að verða búinn og ekki orð allan tímann. Það þýðir þó ekki að ekkert hafi gerst. Eiginlega hefur maður verið upptekin í vinnu og þess háttar en þar eru miklar breytingar framundan. Sigga hefur verið á fullu að undirbúa afmæli.