26 ágúst 2004

Allt á fullu í undirbúningi

Við hjónakornin erum að fara norður á Akureyri á morgun og verðum þar í viku. Meiningin er síðan að halda áfram hringin, skoða sig um á austurlandi. Ferðasagan mun væntanlega birtast hér kannski jafn óðum ef maður kemst í netsamband annars verður bara löng skýrsla.
Það er félagsfundur í Halanum í kvöld þar sem ræða á væntanlega stuttverkahátíð og fl. Það verður eflaust fjörugur fundur eins og venjulega.

25 ágúst 2004

Bjart framundan

Niðurstöður úr læknisskoðuninni liggja nú fyrir. Allt virðist eðlilegt nema eins og segir í vísunni:

Sjúkrahússtúlkunum seint mun ég gleyma
mig svolítið langaði með þeim í geym.
En þær tjóðruðu "Grána" í túninu heima
til þess hann færi ekki í blettinn hjá þeim.

Þessi vísa er eignuð Sveinbirni Beinteinssyni þeim merka manni.
Vonandi les Sigga þetta ekki nei í fullri alvöru þá verður leggurinn ekki tekinn fyrr en að viku liðinni vegna þess að við hjónakornin erum að fara í frí og verðum viku í burtu. Því má gera ráð fyrir að lítið verði bloggað næstu viku nema að ég komist í tölvu fyrir norðan.
Ef svo skyldi fara að ég komist ekkert í netsamband fyrir norðan þá get ég lofað að það verður löng skýrsla næst.

24 ágúst 2004

Frekar þreitandi dagur og þó

Þessi dagur er búinn að vera frekar þreitandi, mikið að gera í vinnunni. Var ég ekki annars búinn að segja það að hér yrði aldrei fjallað um vinnuna. Jú reyndar en hvað um það SJER æfingin seinnipartinn tókst vel og varð kannski til þess að bjarga deginum. Ég átti að mæta á fund í kvöld en sem betur fer var honum frestað um viku. Ég er viss um það að ég hefði sofnað á fundinum. Á morgun á ég að mæta í læknisskoðun - þið munið spítalasöguna eða þannig. Vonandi kemur eitthvað jákvætt úr því.

23 ágúst 2004

Undur og stórmerki

Já það er óhætt að segja það að undur og stórmerki hafi gerst því að eldsnemma í morgun er hringt á bjöllunni hjá okkur. Hver haldiði að hafi verið þar "píparinn" þennan sem vantaði til að hægt væri að ganga endanlega frá uppþvottavélinni. Vélin sú arna er semsagt loksins orðin starfhæf og hætt að þvælast fyrir okkur út á miðju gólfi. Ég er búinn að eiga í mesta basli í allt kvöld við að setja upp þráðlausa nettengingu en fann loksins út úr því þannig að nú get ég vafrað á netinu hvar sem er í íbúðinni. Þessi dagur endaði semsagt mjög vel.

22 ágúst 2004

Sunnudagurinn tekinn snemma

Fyrsta FITA mótinu hér á landi lauk á hádegi í dag. Nánar má lesa um þetta á bogfimivefnum Hvað maður gerir svo það sem eftir er dagsins er alveg óvíst. Það er næsta víst að þessi færsla á eftir að breytast ;)
Við Sigga skruppum til Dolla (mágs) en við ætluðum bara að sækja töskur og lána honum eina. Við náttúrulega gleymdum þessari sem við ætluðum að lána og stoppið varð nokkrir tímar. Ég þurfti að taka til í tölvunni hjá honum ásamt fleiru.

Fyrsti áfanginn að þráðlausu neti var stigin í dag við kaup á þessari græju.

21 ágúst 2004

Út í góða veðrið-menningarnótt og fl.

Fór snemma á fætur í morgun til að hafa umsjón með fyrsta FITA mótinu í bogfimi hér á landi. Um það má lesa á bogfimivefnum.
Annars er nú meiningin að renna í bæinn á eftir og skoða mannlífið í bænum á menningarnótt. Ég renndi í bæinn á "skutlunni" hennar Siggu ásamt góðu fólki. Það var varla hægt að komast áfram fyrir mannfjölda en þetta hafðist nú allt saman. Enduðum svo á því að fara heim aftur og þaðan á Ruby Thuesday að borða.

20 ágúst 2004

Hávaði og læti í morgunsárið

Ég vaknaði við helv.... hávaða í morgun, þ.e.a.s. eftir að ég var búinn að þagga niður í vekjaraklukkunni. Þetta voru hamarshögg og allur fjárinn. Sigga kom í dyragættina og sagði "smiðurinn er kominn til að gera við skápinn". Það þurfti nefnilega að rústa einum skáp í eldhúsinnréttingunni til að hægt væri að koma uppþvottavélinni frægu fyrir. Þegar ég fór var búið að koma innréttingunni í eðlilegt horf og smiðurinn hafði kvatt. Von er á rafvirkja og pípara - já hugsið ykkur sama daginn. Nú er bara að sjá hvort að það stenst. Meira seinna í dag. - Rafvirkinn er búinn að koma nú er bara beðið eftir píparanum sem aldrei kom. Sigga er hundfúl yfir þessu en það þýðir ekkert að fárast yfir því.

19 ágúst 2004

Pælt í stuttverkum - og svo vélin

Haldið var áfram að pæla í stuttverkunum og sýndist sitt hverjum við tókum þessi fjögur verk sem við ákváðum í gær að skoða frekar og leiklásum þau. Næsta skref er að afla tilskilina leyfa og boða síðan til félagsfundar í Halanum og negla þetta endanlega niður og fá fólk í hlutverkin.
Nýjustu fréttir af vélinni frægu sem Sigga keypti er þær að það er búið að finna pláss. Pípari er meira að segja búinn að koma og breyta lögnum sem var nauðsynlegt fyrir áframhaldið. Svei mér þá ef þetta verður ekki allt tilbúið innan viku.

18 ágúst 2004

Félagsmálastarfsemi - stuttverk

Eins og getið var um í gær, þá er að koma sá tími ársins að þessi hefðbundna félagsmálastarfsemi sem ég hef komið nálagt er að fara í gang eftir sumarfrí (Kiwanis, Halinn CP félagið og fl.) Núna á eftir ætlar stjórn Halans t.d. að hittast uppi í Krika og skoða nokkur stuttverk og reyna að leggja raunhæft mat á hvort við getum tekið þátt í væntanlegri stuttverkahátíð í Borgarleikhúsinu. Meira um þetta seinna í kvöld.
Við höfðum ein 10 stuttverk til skoðunar en völdum 4 af þeim til frekari skoðunnar. Endanleg ákvörðun ætti að liggja fyrir á morgun. Þessi verk hafa yfirleitt 2 - 3 hlutverk og næsta verkefni er síðan að finna mannskap til að taka þetta að sér.

17 ágúst 2004

Fátt markvert og þó

Fátt markvert gerðist síðasta sólarhringinn, vinna og aftur vinna. Eiginlega bara ekkert til að skrifa um. Það rætist væntanlega úr seinnipart dagsins. Að vinnu lokinni verður skeiðað á SJER æfingu en við höfum ekki komið samann í rúman mánuð. Það er kominn tími til.
SJER æfingin tókst vel. Menn voru orðnir svolítið stirðir en það fór fljótt af.

Það er greinilegt að það fer að hausta fljótlega - nú hellist yfir mann öll félagsmálastarfsemin. Það þarf allt að gerast á sama tíma, ég held bara að ég verði að láta klóna mig.

15 ágúst 2004

Allt í mestu rólegheitum

Jæja, þetta er búinn að vera rólegheita dagur. Drattaðist seint framúr bælinu og tók því rólega. Fórum og versluðum það nauðsynlegasta. Við buðum tengdamömmu í kaffi og úr varð að hún kom og var í mat líka það var allt í góðu.
Fyrir þessa forvitnu þá er ekki búið enn að tengja uppþvottavélina það er beðið eftir sérfræðingnum.

14 ágúst 2004

Rölt um í blíðunni

Við hjónakornin fengum okkur góðan göngutúr í Laugardalnum í dag. Fylgdumst með Íslandsmeistaramótinu í Kubb og nutum veðurblíðunnar. Eftir göngutúrinn skelltum við okkur á Laugaás og fengum okkur að borða. Þetta er búinn að vera góður dagur.

13 ágúst 2004

Tíðindalítið

Þetta er nú meiri letinn maður er alveg hættur að nenna að "blogga". Reyndar hefur ekkert markvert gerst síðasta sólarhringin. Alla vega ekkert sem vert var að skrifa um. Kannski skánar þetta eitthvað þegar líður á daginn. Reyndar gleymdi ég einu Sigga og "tengdó" fóru í innkaupaleiðangur sögðust ætla að kaupa uppþvottavél. Ég spurði einfaldlega "hvar ætliði að koma henni fyrir í þessari eldhúskitru"? Tengdamömmu varð ekki svarafátt en meira um það síðar þegar stríðið við vélina byrjar.

Vélin er kominn inn á gólf og nú er bara að leysa þrautina við að koma henni fyrir. Þær vilja fá sérfræðiálit á því he... hee....

11 ágúst 2004

Meiri hiti oj bara

Ætlar þetta engan enda að taka. Ég segi nú bara eins og sumir "gula ógeðið" er farið að fara í taugarnar á mér náttúrulega vegna þess að hér þarf maður að hanga inni.

Reyndar á maður ekki að vera svona vanþakklátur það eru ekki margir svona dagar á ári eða á ég að segja á hverjum áratug.

10 ágúst 2004

Út í góða veðrið

Ekki ætlar þessi dagurinn að verða skárri heldur en í gær. Hér er heitara en jæja, þið vitið. Bíð bara eftir að geta komist út og andað að mér fersku lofti.
Það tók því ekki að vera að bæta við nýrri færslu, en það var hreint yndislegt að komast loks út í góða veðrið ég naut þess í botn.

Hitabylgja

Mikið fjandi var mér heitt þegar ég rölti mig í vinnuna um hádegi í gær (9.8.) það er ekki oft sem við fáum svona daga hér í henni Reykjavík. Útlit fyrir framhald á þessu púff hvernig verður það einn molludagurinn enn í vinnunni. Nógu heitt var þar í í gær og þó er ég staðsettur norðanmeginn í húsinu. Fátt markvert hefur annars gerst í síðasta sólahringin svo þetta verður að duga.

09 ágúst 2004

Rólegheitadagur

Kláraði bókina en ekki koníakið. Andsk... var þetta góð bók. Restinni af gærdeginum var svo bara eytt í hitt og þetta aðallega var legið í leti. Samanber það að ég nennti ekki að blogga neitt.

08 ágúst 2004

Bóklestur

Milli þess sem gert var hreint í gær, sat ég og las andsk... góða bók. Sigga hafði keypt nokkrar bækur í einhverju betli um daginn og þar var ein "Flateyjargáta" sem er bara helv... góð get varla slitið mig frá henni. Eftir síðasta "blogg" sit ég með restina af koníakinu hennar mömmu og bókina og er ákveðin í að klára bæði bókina og koníakið.

Gamlir taktar

Þetta er búinn að vera meiri dagurinn eða þannig. Svaf mjög illa síðsutu nótt, og vaknaði nánast þreyttur í morgun.Ég var farinn að halda að andsk... aðgerðin um daginn hefði mishepnast því ég var nánast í "spreng" alla nóttina. Náði loks að sofna undir morgun. Drattaðist úr bælinu undir hádegi. Eyddum degingum í hreingerningar það hefði mátt halda að við ættum von á einhverju merkisfólki í heimsókn. Allt var snurfusað og tekið í gengn. Það var ekkert planað í þessu sambandi. Við vorum bara í góðu stuði og vissum sem var að ekki var von á því að gert yrði hreint á næstuni hjá okkur svo við urðum bara að bjarga okkur sjálf eða þannig (eins og þetta er orðið erfitt fyrir "kellu" mína).
Gunni (RGÞ) og Kolbrún Dögg hringdu undir kvöld og boðuðu heimsókn sína. Pöntuð var pizza í snarhasti og áttum við góða kvöldstund hér saman. Við Gunni rifjuðum upp gamla takta og spiluðum saman lög sem við höfðum ekki spilað lengi.

Koníakið sem mamma gaf mér um daginn rann ljúflega niður.

06 ágúst 2004

Tilbreytingaleysi

Mikið ósköp getur daglegur veruleiki verið tilbreytingarlaus. Nú er allt fallið í fastar skorður aftur - vinna og aftur vinna. Það lá við að það væri meiri tilbreyting í spítalalegunni.
Mér bárust leiðindafréttir í gær þess efnis að góðvinur minn og margra annara sem tengjast bogfimi hér á landi hafi látist í umferðarslysi í Þýskalandi í byrjun ágúst. Um þetta má lesa á Íslenska bogfimivefnum. Ekki skemmtilegustu fréttir sem maður fær :(

Það þýðir ekki að fást um það svona er lífið nú einu sinni.

05 ágúst 2004

Stútungasaga - o jamm

Fórum og sáum Stútungasögu ásamt nokkrum úr Halaleikhópnum uppi í Heiðmörk. Skemmtileg sýning en ansi var mér nú orðið kalt. Mæli með því að fólk drífi sig að sjá sýninguna það eru ekki margar sýningar eftir.

04 ágúst 2004

Grámygla og ekki grámygla

Jæja, þá er grámyglulegur hversdagsleikin tekin við. Vinna og aftur vinna, það er eitt sem ég hef ákveðið hér verður aldrei fjallað um vinnuna.
Hluti stjórnar Halaleihópsins kom saman áðan og gekk frá leikstjóramálum. Guðjón Sigvaldason verður ráðinn aftur og áttum við góðan fund með honum. Hann var eins og venjulega uppfullur af hugmyndum. Hlakka til samstarfsins.

03 ágúst 2004

Glænýr frændi

Þennan daginn hefur maður tekið því rólega en stefni að því að fara í vinnu á morgun. Við Sigga skruppum uppí Krika áðan og vorum þar smá stund í mjög góðu veðri. Á leið þangað uppeftir þá komum við við hjá mömmu og það varð gestkvæmt hjá þeirri gömlu. Ég sá í fyrsta skipti nýjan frænda minn hann Smára sem reyndar er ekki nema þriggja mánaða. Mikið bölvaði ég sjálfum mér fyrir að hafa ekki myndavél við hendina en svona er þetta bara.
Halastjórnin hittist áðan og ræddi starfið framundan, leikstjóramál og fleira og skýrist það betur á næstu dögum. Fleira markvert hefur varla gerst hjá mér eða okkur í dag.

02 ágúst 2004

Letidagur

Þetta hefur verið algjör letidagur, ekkert gert af viti. Legið í bælinu fram eftir degi. Á morgun tekur svo grámyglulegur hversdagleikin við aftur. Vinna og aftur vinna næstu vikur. Þar sem þessi dagur fór nú svona þá verður ekki meira um skrif enda ekkert til að skrifa um.

01 ágúst 2004

Í brælu við Elliðavatn

Það mætti halda að við Sigga værum flutt upp að Elliðavatni, nei - reyndar skrapp ég þangað uppeftir til að sækja gítarinn minn sem ég skildi þar eftir í gær. Þar var sest niður við vöflukaffi og fastaliðið var mætt. Þar áttum við góða stund og bar margt á góma. Mikið var rætt um að það þyrfti að stækka húsnæðið þar uppfrá en eins og gefur að skilja þá komast ekki margir fyrir á 16 fermetrum og tala nú ekki um ef viðkomandi eru í hjólastól. Ég man ekki eftir því að hafa komið uppeftir áður og séð aðra eins brælu á vatninu og núna. Það var samt sæmilega hlýtt ekkert yfir því að kvarta.