29 nóvember 2004

Grasekkillsstand

Þið kannist við orðatiltækið "þegar kötturinn er úti leika mýsnar sér" mér finnst ég svolítið svoleiðis núna. Verð grasekkill næstu þrjár vikurnar - Sigga er á Reykjalundi og kemur ekki aftur fyrr en rétt fyrir jól. Reyndar kemur hún heim um helgar.
Þetta er búið að vera algjört letikvöld - "nöldrið" mitt í burtu ég einn útaf fyrir mig, þetta er ágætt öðru hvoru en frekar leiðigjarnt til lengdar.
Góða nótt, nenni ekki að skrifa meira.

28 nóvember 2004

Hugguleg helgi

Mikið er þetta búin að vera náðug helgi. Maður hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af vinnu eða neinu slíku.
Halinn hélt stjórnarfund í dag og var ákveðið með leikrit vetrarins. Nú verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvað það verður kemur í ljós á félagsfundi sem haldinn verður bráðlega.
Nú sit ég hér í makindum og "blogga" og það mætti halda að jólin yrðu á morgun því að á einni útvarpsstöðinni eru bara jólalög, er ekki tæplega mánuður til jóla? Ég er hræddur um að með þessu áframhaldi verði maður orðinn hundleiður þegar kemur að jólunum.

26 nóvember 2004

Aulagangur

Stundum getur maður verið óttalegur auli þegar ég ætlaði að fara að prófa fína nýja magnarann minn í gærkvöldi uppgötvaði ég það að ég átti enga snúru milli bassans og magnarans - auliiiii. Ég rölti mig niðrí geymslu til að athuga hvort ég ætti ekki gamla snúru þar en sú leit var árangurslaus því miður. Nú verð ég semsagt að kaupa eina snúru í viðbót.

25 nóvember 2004

Strá um sig seðlum

Skrapp í smá göngutúr núna í hádeginu og kíkti náttúrulega í eina búð og keypti mér magnara (pínulítinn) til að nota við kassabassan sem ég á heima. Þetta var gert til þess að geta nýtt hann betur en því miður hljómar hann mjög lítið án mögnunar, sem þó þarf ekki að vera nema örlítil. Þessi gripur er á mjög viðráðanlegu verði. Nú ætti að vera hægt að æfa sig heima mun oftar en verið hefur.

24 nóvember 2004

Brjálæðið búið

Nú fer maður að setja sig í gírinn til að skrifa, vinnubrjálæðið er búið og lífið aftur að færast í sitt eðlilega horf. Ég er að fara að drífa mig á SJER æfingu en læt heyra frá mér aftur í kvöld.

Þegar til kom þá nennti ég ekki einu sinni að opna tölvuna (skrifað 25.11).
Talandi um SJER æfinguna þá tafðist ég hálfan annan helling og komst ekki fyrr en hálftíma of seint. Þegar ég loksins komst á staðinn var ég langan tíma að komast í gang spilamennskan hjá mér var alveg út úr kú (ég var líklegast bara í annari hljómsveit), en það lagaðist þegar þreytan leið úr manni.

22 nóvember 2004

Óbreytt ástand

Það er allt við það sama hjá mér vinna fram á kvöld. Reyndar held ég að þessi törn sé að verða búinn - loksins. Þá ætti maður að gera farið að anda rólega aftur eða þannig. Þegar um fer að hægjast þá fer maður kannski að geta skrifað eitthvað af viti hér á síðuna.

21 nóvember 2004

Einn fúll

Þessi dagur er búinn að vera hundleiðinlegur, gat ekki gert neitt af því sem ég ætlaði mér vegna þess að ég þurfti að vera í vinnunni í dag - hugsið ykkur á sunnudegi.

19 nóvember 2004

Desja Vu

Þetta er farið að verða eins og í gamla daga, maður er farinn að sitja í vinnunni fram á nætur. Margir af viðskiptamönnum okkar eiga von á glaðningi næstu daga, hvað það verður kemur í ljós.

Skamm drengur bannað að tala um vinnuna hér - Já en! það er ekkert annað spennandi að gerast því miður.

17 nóvember 2004

Alltaf að gera allt sjálfur

Nú er orðið nokkuð síðan ég skrifaði síðast, það kemur ekki til af góðu. Síðast liðinn sunnudag var ég að snattast fyrir Halaleikhópinn og keypti þennan forláta örbylgjuofn fyrir "skít á priki" í ónefndri verzlun hér í bæ. Nú þegar ég er svo kominn með gripinn á áfangastað og er að taka hann úr skottinu á bílnum mínum þá fæ ég svona heiftarlega í bakið að ég er nánast búinn að vera rúmliggjandi síðan. Svona fór um sjóferð þá, næst bið ég einhvern um að lyfta svona þungum kössum, Reyndar var þetta ekkert þungt aðeins eitthver vitlaus hreyfing.

13 nóvember 2004

Daginn eftir

Veislan var fín í gær og allir í góðu formi. Það er bara verst hvað dagurinn eftir verður stundum erfiður, svosem ekki til stórvændræða en jæja líðanin hefði getað verið betri í morgun þegar ég rölti í vinnuna. Við sitjum hér tveir með sveittann skallan og rýnum í tölur. "Þetta er náttúrulega bilun Magnús minn" eins og sagt var hér um árið. Svona er þetta bara einhver verður að vinna verkið.

11 nóvember 2004

Fastir liðir eins og venjulega

Það er ekkert að gerast þessa dagana, alla vega ekkert spennandi. Það er búinn að vera mikil törn í vinnuni, sem vonandi er að verða búin. Esjan var með stjórnarfund núna í kvöld sem var nokkuð hefðbundin og var starfið framundan rætt.
Á morgun verður hin árlega getraunaveisla ÍFR og býst ég við að vera þar að venju einskonar umbun fyrir að sjá um viðhaldið á heimasíðu ÍFR .
Sigga var að koma af leiklistarnámskeiði hjá Halanum og gengur það vel að sögn hennar, ég hef ekkert látið sjá mig enda búinn að segja það að ég ætli ekki að gera það. Þó býst ég við að kíkja um næstu helgi og þá aðeins til að standa mína plikt sem gjaldkeri hópsins.

10 nóvember 2004

Bjart framundan

Búinn að fá bílinn aftur og er að drífa mig á æfingu, - sem sagt bjart framundan og bíltíkinn í besta standi þó gömul sé.

09 nóvember 2004

Eins og í denn..

Fór með bílinn í tékkun í morgun vona bara að ástandið á honum sé ekki mjög slæmt. Fæ að heyra meira á morgun.

Þegar þetta er hripað niður þá er smá pása hjá mér í vinnu en þetta er að verða eins og hér í gamla daga verið að vinna langt fram á kvöld SJER æfingu frestað til morgunns, sem er bara gott mál enda ég fastur í vinnu.

08 nóvember 2004

Gerst síðan síðast

Eitthvað er maður farinn að slapppast í því að skrifa daglega. Ræðst það ekki bara af því hvað hefur verið að gerast. Látum okkur nú sjá hvað hefur það svosem verið?
  1. Farið út að borða með vinnufélögunum á laugardag
  2. Órafmögnuð SJER æfing á sunnudag
Við vinnufélagarnir fórum út að borða á laugardagskvöld eftir törn í vinnu fyrr um daginn. Sitt sýndist nú hverjum um gæði matar og þjónustu eins og alltaf vill verða.
3/4 hlutar SJER hittist svo heima hjá mér á sunnudag og héldum við órafmangaða æfingu, sem tókst með miklum ágætum.
Þetta er nú það helsta sem á dagana hefur drifið frá því að síðast var skrifað. Ég gleymdi einu þar sem ekkert var til í kotinu þá skelltum við Sigga okkur á Laugaás á sunnudagskvöldið fiskurinn þar klikkar aldrei.

Bíltíkinn fer í tékkun á morgun og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því annað en andsk.... fjárútlát. Meira um það síðar.

04 nóvember 2004

Langir fundir eða þannig

Var að koma af fundi hjá Kiwanisklúbbnum Esju og svona í framhaldi af því sem skrifað var í gær þá ætti að banna svona langa fundi og mikið málæði. Ég er nefnilega ritari og á eftir að færa þetta allt í fundargerðarbók eða þannig. Reyndar var þetta ekki svo langur fundur en menn töluðu mikið og það þarf að komast til skila.

03 nóvember 2004

Skrifandi?

Ég er alvarlega kominn á þá skoðun að ég sé ekki skrifandi lengur. Þá á ég við með blýanti eða penna. Ég er búinn að sitja við í kvöld að skrifa fundargerð reyndar nokkuð langa og þetta er búið að taka þvílíkan óratíma að það hálfa væri nóg. Ekki vil ég sóða út fundargerðarbókina með því að prenta út fundargerðina sem ég skrifaði á sínum tíma á "lappann minn" og líma hana inn. Nei ég hef séð slíkar bækur og það er með því ljótasta sem ég hef séð. Nú er bara að bíta á jaxlinn og halda áfram að skrifa.
Alla vega veit ég að ég er svona þrisvar sinnum fljótari að pikka inn texta heldur en að skrifa með penna - þar hafið þið það.

02 nóvember 2004

Fjárans pest

Búinn að liggja í fjárans pest síðan á föstudag, ekki frá neinu merkilegu að segja.