27 mars 2007

Hægt gekk það

Á þessum tæpum tveimur árum síðan við fluttum í Mosó þá hef ég aldrei verið jafn lengi í vinnuna og í morgun. Það tók u.þ.b. klukkutíma, lagði á stað 08:15 en var komin á áfangastað kl. 09:17. Hálkan var þvílík á Vesturlandsveginum að það hálfa væri nóg. Meðalhraði bíla var vel undir 20 km/klst. Held að ég hefði verið fljótari að ganga. Svona gekk þetta alveg niður undir Ártúnsbrekku. Þegar þangað var komið var allt orðið eðlilegt.

26 mars 2007

Ekkert til að hrópa húrra yfir

Fjári er nú orðið langt síðan ég hef skrifað nokkuð hér inn. Það helgast af því að ég hef haft svo mikið að gera að bloggið situr á hakanum.
Leiksýningar ganga nokkuð vel og er ekkert yfir því að kvarta. Núna um helgina fór fram Íslandsmót ÍF í bogfimi og var ég að sjálfsögðu með. Ekki var nú árangurinn til að hrópa húrra yfir maður verður bara að gera betur næst.
Altaf er það ákveðinn léttir þegar framtalsgerðin er yfirstaðin og verð ég að segja eins og er að nú þurfti ég nánast ekkert að vesenast í kringum það. Allt var á sínum stað nema að ég þurfti að handfæra eina tölu. Hugsa sér munin frá því áður. Það er samt ótrúlegur fjöldi fólks sem ekki þorir að gera þetta uppá eigin spýtur og þekki ég sjálfur dæmi þess.