Hvítasunnuhelgin
Við vorum í sumarbústaðnum um helgina og lágum þar í leti. Fórum reyndar ekki fyrr en á laugardag og vorum komin heim um miðjan dag á mánudag.
Ég skrapp austur á Egilsstaði um helgina og átti þar notalega stund með systur og mági. Þar ræddum við hin ýmsustu mál, en fyrst og fremst var þetta svona afslöppunarferð fyrir mig. Hafði með mér myndavél en ekki varð nú afraksturinn af því neitt sérlega góður ætla þó að reita inn nokkrum myndum á myndasíðuna mína næstu daga. Tvær eða þrjár eru nú þegar komnar.
